Þann 1. mars 2014, á 25 ára afmæli afnáms banns við sölu á bjór á Íslandi, ýttu Samtök skattgreiðenda úr vör nýju átaki til að vekja athygli fólks á himinháum sköttum á bjór. Félagsmenn í Samtökunum dreifa alls tæplega 15.000 glasamottum á veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi.


Hvernig get ég hjálpað til?

Hér getur þú sent þingmönnum í þínu kjördæmi sjálfvirkan póst og hvatt þá til að stilla bjórskattinum í hóf.

Nafn:

Kennitala:

Netfang:

Flokkur:

Ef enginn flokkur er valinn er sendur póstur á alla þingmenn.

Eftirfarandi skilaboð verða send

Kæri þingmaður,

Nú á 25 ára afmæli afnáms banns við dreifingu og sölu á bjór á Íslandi vil ég nota tækifærið og mótmæla háum sköttum á áfengi og miklum takmörkunum á drefingu þess og sölu.

Reynsla sl. 25 ára hefur sýnt að svartsýnustu spár um afleiðingar þess að leyfa sölu bjórsins hafa ekki ræst. Þvert á móti virðast Íslendingar hafa minnkað neyslu sterkari drykkja og tekist ágætlega að skapa eðlilega umgjörð fyrir drykkju bjórs og annarra léttari áfengistegunda með fjölda kaffi- og vínveitingahúsa.

Nú er því kominn tími til að stíga næsta skref og færa skattlagningu á bjór nær því sem algengast er í nágrannalöndum okkar, að sumum Norðurlanda frátöldum, og lækka skatta á bjórnum. Hið opinbera tekur til sín að meðaltali 75% smásöluverðs bjórs hjá ÁTVR í formi ýmissa skatta.

Jafnframt biðjum við þess að staldrað verði við í þeirra þróun að reyna að stýra neyslu og lífsstíl fólks í gegnum skatta, boð og bönn.

Kveðja,
Þitt nafn hér


Þú getur einnig

  • Sagt fólki frá átakinu.
  • Skrifað hvatningarorð á Twitter eða sendu mynd á Instagram (#bjormotta)
  • Styrkt átakið svo að Samtökin geti prentað fleiri mottur

Bankaupplýsingar Samtaka skattgreiðenda

  • Kt: 470512-0750
  • Bnr: 0701-26-4750

Verðlagning bjórs

Hugmyndin að glasamottunni er fengin að láni frá bresku skattgreiðendasamtökunum en herferð bresku samtakanna vakti gríðarlega athygli þar í landi og olli því að stjórnvöld hættu við fyrirhugaðar skattahækkanir á áfengi.

„Með dreifingu bjórmottunnar erum við fyrst og fremst að vekja athygli fólks á gölnum lífsstílssköttum á vörum sem fáir þora að verja eins og bjór, sykri og bensíni.“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda. „Kaupmáttur myndi sannarlega aukast umtalsvert ef hið opinbera myndi slá af skattpíningunni. Hið opinbera getur hækkað kaupmátt okkar allra með einfaldara regluverki, minni afskiptum af frjálsum samningum fólks og niðurfellingu tolla og vörugjalda. Samtök skattgreiðenda sem eru nú með yfir 1.000 meðlimi hafa nú í rúmt ár beitt sér fyrir því að skattar séu lækkaðir eftir megni og að hið opinbera fari betur með skattfé. Samtökin hafa til þessa einkum beitt sér með greinarskrifum, auglýsingum og með því að standa að komu erlendra fyrirlesara hingað til lands.“

Rétt er að árétta að með átakinu eru Samtökin á engan hátt að hvetja til bjórdrykkju eða gera lítið úr margvíslegum neikvæðum afleiðingum óhóflegrar áfengisneyslu. En að sama skapi er heldur ekki ástæða til að afneita því að allur fjöldi fólks drekkur áfengi sér til ánægju og yndisauka. Það er á ábyrgð hvers og eins að ákveða hvort neysla áfengis sé til góðs eða ills, ekki hins opinbera.